Staða Kósóvó á heimslista blekkjandi

19.03.2017 - 19:26
„Það er ofsalega blekkjandi vegna þess að þeir eru bara nýskráðir og fara bara aftast í röðina og þurfa að vinna sig upp töfluna,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands um stöðu Kósóvó á heimslista FIFA.

Kósóvó er sem stendur í 164. sæti FIFA-listans en Ísland í því 20. Þetta segir Heimir ekki segja allt um stöðu Kósóvó því lið þeirra sé nýtt og á leið upp listann.

„Allir þessir leikmenn í þessu liði eru góðir einstaklingar með mikla einstaklingshæfileika.  Eru leikmenn sem eru að spila með góðum liðum í góðum deildum og svona lykilmenn margir í sínum liðum. Þannig að á allan hátt er þetta lið sem á bara eftir að verða betra,“ sagði Heimir í samtali við RÚV. 

“Þeir eru bara svona svipaðar týpur eins og Tyrkir, Albanir, svona einstaklingshæfileikar miklir, hraðir og kvikir leikmenn sem eru góðir með boltann þannig það er margt að varast í þessu.“

Nánar er rætt við Heimi Hallgrímsson í spilaranum hér fyrir ofan.

Ísland mætir Kósóvó 24. mars næstkomandi og verður leikurinn sýndur beint á RÚV.

 

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður