Sprengjuhótun við Hvíta húsið

19.03.2017 - 05:52
epa05847633 The grounds of the White House are blanketed in a few inches of snow as a result of winter storm Stella, in Washington, DC, USA, 14 March 2017. While New York City and Boston had been issued a blizzard warning, that has been downgraded to a
 Mynd: EPA
Karlmaður var handtekinn við Hvíta húsið seint í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. Hann ók að eftirlitshlið við forsetabústaðinn og kvaðst hafa sprengju í bílnum þegar hann var stöðvaður. Bandaríska leyniþjónustan greindi frá þessu.

Ekki hefur fengist staðfest hvort eitthvað hafi fundist í bílnum en öryggi við Hvíta húsið var hert um leið og hótunin barst. Nokkrum götum í kringum Hvíta húsið var lokað af lögreglu á meðan rannsókn stóð yfir. 

Forsetinn, Donald Trump, er ekki í Hvíta húsinu eins og er, heldur í bústað sínum í Mar-a-Lago á Flórída. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem reynir á öryggisverði forsetabústaðarins. 11. mars klifraði maður yfir þrjár girðingar og gekk um lóð Hvíta hússins í um 16 mínútur áður en hann var handsamaður. Í gær stökk maður yfir eina girðingu en tókst ekki að komast inn á lóð hússins áður en hann náðist.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV