Sólskin, skúrir, popp-rokk+rapp í Laugardal

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram núna um helgina í fjórða sinn og Rokkland í dag er helgað Secret Solstice 2017.

Hátíðinni líkur seint í kvöld og Það er spilað á fimm sviðum; Valhöll, Gimli, Fenrir, Hel og Askur.

Secret Solstice er þriggja daga hátíð og fjölbreytt músík í boðið á þessum fimm sviðum.

Svæðið er mjög glæsilegt og vel að öllu staðið, hvort sem það er hljómburður, úitlit, gæsla, veitingar eða annað - það er allt fyrir fyrirmyndar. En enginn stjórnar veðrinu og það rigndi talsvert í gærkvöldi á aðdáendur The Prodigy en fólkið lét það samt ekki hafa áhrif á sig.

Meðal þeirra sem koma við sögu í Rokklandi í dag eru Franz Gunnarsson (paunkholm - Ensími), Sveinn Rúnar Einarsson (Secret Solstice) , Daði Freyr (Eurovison), Jón Ólafsson (Secret Solstice), Hulda G. Geirsdóttir (Foo Fighters), Stuðmenn, Grímur Atlason, Andrea Jónsdótti (Chaka Khan), Eyjólfur Jóhannsson (SSSól - Tappi Tíkarrass) ofl.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
olipalli@ruv.is

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi af Rokkland podcastinu gegnum I-tunes.