Smyglaði 700 ml af amfetamínbasa til landsins

20.03.2017 - 13:28
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Pólskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að reyna smygla til landsins um 700 millílítrum af amfetamínbasa til landsins í byrjun febrúar á þessu ári. Maðurinn var að koma með flugi frá Berlín til Keflavíkur þegar tollverðir fundu efnin í flösku í farangri mannsins við komuna til landsins.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Í ákæru saksóknara kemur fram að talið sé að selja hafi átt efnið á Íslandi.

Í umfjöllun DV um amfetamínbasa fyrir fjórum árum kom fram að úr 750 millílítrum af vökvanum væri hægt að framleiða um tíu kíló af amfetamíni.

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV