Slys í Silfru: Fluttur með þyrlu á LSH

10.03.2017 - 17:07
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi um fimm leytið með mann sem bjargað hafði verið meðvitundarlausum á land úr Silfru á Þingvöllum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að maðurinn sé erlendur ferðamaður á sjötugsaldri. Hann hafi verið að snorkla í gjánni ásamt fleiri úr fjölskyldu sinni í skipulagðri ferð.

Landspítalinn veitir ekki upplýsingar um líðan sjúklinga sinna. Tæpur mánuður er liðinn frá því bandarískur ferðamaður lést í Silfru.  

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV