Skýrslur um lífeyrismál á náttborðinu

20.03.2017 - 14:13
Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur brennandi áhuga á lífeyris-, húsnæðis- og afkomumálum Íslendinga, og les sig stundum í svefn um þessi mál.

Bítlarnir telja í

Mark Lewisohn er höfundur mikillar bókar sem einnig er á náttborði Ragnars Þórs, þetta eru um 1000 síður og mikil lesning og ættfræði, Ragnar er komin vel inní bókina og Bítlarnir rétt farnir að hittast. Annars eru það samfélagsmálin sem eiga hug hans allan, og aðspurður hvenær verkalýðsmálin fóru að vekja áhuga hans, segir Ragnar Þór að hann hafi misst vin sinn í veiðiferð fyrir nokkrum árum, og þá hafi hann virkilega byrjað að hugsa um þessi mál. Auk þess hafi doktorsritgerð Herdísar Baldvinsdóttur um lífeyrismál orðið til að vekja áhuga hans og úr því orðið djúpur vinskapur á milli þeirra.

Life of Pi og Gísli á Uppsölum

Svo ólíkar bækur sem þessar tvær eru einnig í uppáhaldi hjá Ragnari, sem segist aldrei hafa verið mikill bókaormur, það er frekar að hann lesi bók ef einhver segir honum að hún sé góð, hann leiti ekki upp bækur sjálfur. Gísli á Uppsölum hafi haft mikil áhrif á hann og hans sérkennilega líf í útskúfun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var lesandi vikunnar í Mannlega þættinum

 

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Mannlegi þátturinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi