Skortur á samþykki skilgreini nauðgun

18.05.2017 - 13:53
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv
Þingmaður Viðreisnar leggur til að almennum hegningarlögum verði breytt þannig að nauðgun verði skilgreind út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi fremur en að skilgreina nauðgun út frá verknaðaraðferðum eins og nú er.

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar mælti fyrir frumvarpinu á þriðjudag og sagði það lið í því að breyta viðhorfum og tryggja að lögin séu sanngjörn.

Með því að skilgreina nauðgun sem kynferðismök án samþykkis verði unnt að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd, að mati flutningsmanna. Þá komi þessi breyting til með að færa áherslu rannsókna og saksóknara á samþykki. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV