Skoða fjárhagsleg tengsl Trumps

03.08.2017 - 21:38
epa06123583 President Donald J. Trump walks to board Marine One on the South Lawn of the White House in Washington, DC, USA, 03 August 2017. The President is traveling to West Virginia for a Make America Great Again rally.  EPA/SHAWN THEW
 Mynd: EPA
Rannsakendur sem skoða samskipti kosningabaráttu Donalds Trumps við Rússa eru farnir að horfa til fjárhagslegra tengsla Trumps og aðila honum tengdum við Rússland. Þessu greinir CNN fréttastofan frá í kvöld og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar.

Í frétt CNN segir að Robert Mueller, sem stýrir rannsókninni, og hans fólks telji að fjárhagslegu tengslin kynnu að leiða til ákæru frekar en óljósari ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum í nóvember. Rannsóknin beinist því að fleiri þáttum en í upphafi.

Mueller var skipaður stjórnandi rannsóknarinnar eftir að Donald Trump rak James Comey, forstjóra bandarísku Alríkislögreglunnar í maí. Það var gert til að tryggja sjálfstæða rannsókn gagnvart Hvíta húsinu og dómsmálaráðuneytinu en Trump hefur ítrekað líkt henni við nornaveiðar í færslum sínum á Twitter.

Wall Street Journal greindi frá því í dag að Mueller hefði skipað ákærukviðdóm vegna rannsóknarinnar. Þar með er hægt að kalla fólk til skýrslugjafar og taka ákvörðun um ákæru.