Skipverjum í neyð komið til hjálpar

12.08.2017 - 18:02
Mynd með færslu
Úr Breiðafirði. Mynd úr safni.  Mynd: Jóhannes Jónsson  -  RÚV
Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi kom tveimur skipverjum til aðstoðar á sjötta tímanum eftir að þeir sendu út neyðarboð á Breiðafirði. Skipverjarnir voru á báti sem var við það að reka upp í Fremri Langey á innanverðum Breiðafirði. Skipverjarnir settu út akkeri sem tafði rekið. Sjóbjörgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út með forgangi en þyrlan og aðrar sveitir voru afturkallaðar þegar björgunarbáturinn náði til fiskibátsins og tók hann í tog.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV