Sker upp herör gegn gengjum í Danmörku

29.01.2017 - 10:39
COP108 - 19990903 - HORSENS, JUTLAND, DENMARK : Members and supporters of the motorcycle gang Bandidos from Denmark, Norway, Sweden and Germany participate in the funeral of Danish Bandidos-member Morten Viggo Laursen, Saturday 04 September 1999 in
 Mynd: epa  -  NORDFOTO
Sören Pape Poulsen, dómsmálaráðherra Dana kynnti um helgina áætlun í hátt í þrjátíu liðum þar sem skorin er upp herör gegn gengjum og glæpahópum í Danmörku. Yfirskriftin er Bander bag tremmer eða Bófa bak við lás og slá. Poulsen sagði við það tækifæri að það gengi ekki að glæpamenn berðust og skytu fólk á götum úti. Finna yrði lausnir svo hægt væri að koma þeim í fangelsi.

 

Fyrst og fremst yrði að þyngja fangelsisdóma og svo þyrfti að geta bannað mönnum að koma í hverfi þar sem gengi hafa ráðið ríkjum. Poulsen sagði þess dæmi að menn teldu sig geta ríkt eins og smákóngar yfir ákveðnum hverfum og hann hafnaði gagnrýni þeirra sem segja að þyngri dómar komi ekki í veg fyrir glæpi. Hann sagðist ekki í vafa um að gengjahrottar þekktu refsiramma en þeim væri algerlega sama um samfélagið. Sitji þeir í fangelsi séu þeir að minnsta kosti ekki öðrum til skaða. 

Hægt verði að ryðja bækistöðvar gengjanna

Poulsen vill meðal annars að lágmarksrefsing fyrir brot á skotvopnalögum verði tvö ár; að sveitarfélögin geti rutt samkomustaði gengjanna. Hús sem Danir kalla rockerborge eða gengjavirki; að mótorhjólaharðjaxlar og gengjahrottar geti ekki fengið lausn á skilorði; að þyngja refsingar fyrir að hleypa af skotum á almannafæri og hjálpa mönnum að losna úr viðjum glæpahópanna.  þyngja refsingar fyrir að skjóta á almannafæri og hjálpa mönnum að losna úr viðjum glæpahópanna. Í fyrra var fimmtíu og fjórum sinnum hleypt af skoti á götum Danmerkur þegar kom til átaka milli gengja. 

 

 

 

Lige nu er 352 bag tremmer.

 

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV