Sjöundi stuldurinn á geislavirku efni

02.08.2017 - 22:24
epa03013950 A radioactive sign is seen on a train carrying Castor nuclear waste, passes by Metz, eastern France, 24 November 2011. On the upcoming weekend, the 13th dry cask storage transport of radioactive waste from France will arrive in the Wendland,
 Mynd: EPA
Mexíkósk stjórnvöld gáfu í dag út viðvörun vegna þjófnaðar á rannsóknarbúnaði deildar við háskóla í Nuevo Leon. Búnaðurinn er notaður til jarðfræðirannsókna. Búnaðurinn er ekki hættulaus því í honum er að finna geislavirkt kjarnorkuefni sem getur verið mjög hættulegt ef það er ekki meðhöndlað á réttan hátt.

Þetta er í það minnsta í sjöunda skipti frá árinu 2103 sem geislavirkum efnum hefur verið stolið í Mexíkó. Öll sex tækin sem stolið var fyrir daginn í dag hafa verið endurheimt. Að þessu sinni var rannsóknarbúnaðinum stolið af vörubíl sem hafði verið lagt á bílastæði verslunarmiðstöðvar í borginni Monterrey. Bílstjórinn gerði þar hlé á ferð sinni til að fá sér að borða áður en hann héldi áfram för sinni.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV