Sjón fékk verðlaun skuggadómnefndar

15.05.2012 - 18:26
Mynd með færslu
Bók Sjóns, Rökkurbýsnir, sem ber enska titilinn From the Mouth of the Whale, fékk lesendaverðlaun skuggadómnefndar í Lundúnum í gær á Independent Foreign Fiction Prize. Verðlaunin eru með þekktustu bókmenntaverðlaunum fyrir þýddar skáldsögur á ensku.

Hinn eiginlegu verðlaun hlaut ísraelski höfundurinn Aharon Appelfeld fyrir skáldsöguna Blooms of Darkness. Bókin byggir á björgun hans úr útrýmingarbúðum nasista. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu skáldsögu eftir samtímahöfund sem hefur verið þýdd á ensku og gefin út í Bretlandi árið 2011.

Rökkurbýsnir gerist á sautjándu öld, á árunum 1635-1639, og segir frá Jónasi Pálmasyni sem kallaður er hinn lærði. Jónas er fjölfræðingur, náttúruvísindamaður og kann góð skil á hinu yfirnáttúrulega. Sagan gerist í kjölfar útlegðardóms sem hann hlýtur.