Sjálfsmorðssprengjuárás við mosku í Kabúl

15.06.2017 - 18:10
Mynd með færslu
Afganskir hermenn á verði skammt frá staðnum þar sem sprengjuárásirnar voru gerðar.  Mynd: EPA
Árásarmaður sprengdi sig í loft upp í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. Ekki er vitað um mannfall. Árásarmaðurinn var stöðvaður af öryggisvörðum, sem ætlaði sér inn í bænasal moskunnar. Hann sprengdi sig því í eldhúsi moskunnar.

Mikill fjöldi fólks var í moskunni þegar sprengjan sprakk. Margir hafa látið lífið á undanförnum vikum í Afganistan. Hálfur mánuður er frá því að vörubíll, fullur af sprengiefni, var sprengdur í Kabúl, með þeim afleiðingum að rúmlega 150 létust og hundruð til viðbótar særðust. Árásin var sú mannskæðasta í borginni frá árinu 2001.