Síðasti dagur Samúels og allir dagar okkar

18.03.2017 - 13:14
Samúel ferst í bílslysi, keyrði hann viljandi á eða var þetta slys. Rithöfundur verður heltekin af því að komast að hinu sanna en opnar fyrir flóðgáttir þess hvernig við öll reynum að komast af í margsamsettu samfélagi nútímans. Skáldsagan Allt sem ég man ekki eftir sænska rithöfundinn Jona Hassen Khemiri hefur farið sigurför um löndin enda einstaklega frumleg og áhugaverð stúdía á ungu fólki í samtíma okkar á vesturlöndum.

Allt sem ég man ekki kom nýlega út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur hjá bókaútgáfunni Bjarti. 

Í þættinum Orð*um bækur 18/3 er rætt við Þórdísi um þessa sérstæðu bók sem er bæði lífsstílslýsing, glæpasaga, ástarsag og saga um góða fólkið.

Jonas Hassen Khemiri er sænskur rithöfundur af túnesísku og sænsku bergi brotinn. Hann er rétt tæplega fertugur og hefur nú þegar skrifað allmargar skáldsögur og leikrit. Í fyrra mátti sjá leikverk hans Hér um bil ... á fjölum Þjóðleikhússin í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Allt sem ég man ekki er nýjast skáldsaga Khemiris og fyrsta skáldsaga hans sem þýdd er yfir á íslensku. Jonas Hassen Khemiri var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2007.

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi