Sextíu börn dóu á indversku sjúkrahúsi

12.08.2017 - 14:46
epa06139476 An Indian woman carries a child at the Baba Raghav Das Hospital in Gorakhpur, India, 11 August 2017 (issued 12 August). According to reports, 30 children have lost their lives since 09 August 2017, allegedly due to lack of oxygen cylinders in
 Mynd: AP - EPA
Að minnsta kosti sextíu börn hafa dáið á barnadeild sjúkrahúss í Uttar Pradesh-ríki á Indlandi síðastliðna fimm daga. Talið er að þau hafi kafnað þar sem súrefnisbirgðir sjúkrahússins voru á þrotum. Fullyrt er að sjúkrahúsið hafi ekki fengið súrefni þar sem það hafi skuldað seljandanum fé. Yfirvöld í ríkinu hafa hafið rannsókn á dauðsföllunum. Þau vísa því á bug að skorti á súrefni sé um að kenna. Þau óttast að enn fleiri börn eigi eftir að deyja á næstunni.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV