„Selirnir hafa það gott“

12.02.2016 - 16:38
Mynd með færslu
 Mynd: Samúel Örn Erlingsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Samúel Örn Erlingsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Samúel Örn Erlingsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Samúel Örn Erlingsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Samúel Örn Erlingsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Samúel Örn Erlingsson  -  RÚV
„Það er búin að vera mikil umferð hér í febrúar, en veðrið ekki sérstaklega gott allra síðustu daga“, segir Daniel Nutolo, starfsmaður Glacier Lagoon við Jökulsárlón. „Fólkið er auðvitað uppnumið af staðnum hvernig sem veður er og selirnir hafa það gott“. Hann segir að nú séu kjöraðstæður fyrir seli að flatmaga, á ísbrún úti í miðju lóni. Þeir skipti tugum á hverjum degi og veki mikla athygli ferðamanna.

Nú eru ekki bátsferðir á lóninu enda það að miklu leyti lagt. „Við gátum siglt hérna vel fram í nóvember, en oftast er bara siglt fram í október.  Nú er maður bara inni“, segir Daniel sem starfar í veitingasölunni þegar ekki er siglt. Ferðamenn dvelja löngum stundum við lónið með myndavélar sínar, ekki síst þeir sem ferðast á eigin vegum og ráða því tíma sínum. Enda er samspil ljóss og skugga margbreytilegt við ísinn, lónið, jökulinn, fjöllin og selina. Neðan við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi er svo stutt til sjávar þar sem hálfbráðna ísjaka rekur á land eftir að hafa farið með ánni til sjávar. 

 

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV