Segist fórnarlamb nornaveiða

18.05.2017 - 12:39
epa05776599 US President Donald J. Trump gestures while speaking as he meets with county sheriffs during a listening session in the Roosevelt Room of the White House in Washington, DC, USA, 07 February 2017. The Trump administration will return to court
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.  Mynd: EPA  -  BLOOMBERG POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist sæta mestu nornaveiðum sem nokkru sinni hafi verið efnt til gegn bandarískum stjórnmálamanni. Þar vísar forsetinn til þess að Roberts Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, hefur verið fenginn til að stýra ítarlegri rannsókn á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, skipaði Mueller.

Trump bregst ókvæða við þessu á Twitter-síðu sinni í morgun. Þar fullyrðir hann að Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Hillary Clinton, mótherji hann í kosningabaráttunni, hafi framið fjölmörg lögbrot. Samt hafi aldrei verið skipaður sérstakur rannsakandi til að fara í saumana á málum þeim tengd. Þetta séu mestu nornaveiðar gegn stjórnmálamanni í sögu Bandaríkjanna.