Segir Þjóðverja skulda NATÓ stórfé

18.03.2017 - 14:55
President Donald Trump and German Chancellor Angela Merkel participate in a joint news conference in the East Room of the White House in Washington, Friday, March 17, 2017. (AP Photo/Pablo Martinez Monsivais)
Donald Trump og Angela Merkel á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu.  Mynd: AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir á Twitter í dag að Þjóðverjar skuldi Atlantshafsbandalaginu stórfé. Þá segir hann að þeir eigi að greiða Bandaríkjunum mun meira en þeir gera fyrir að taka þátt í vörnum landsins, sem hann segir að séu hvort tveggja í senn öflugar og mjög dýrar.

Trump átti fund í gær í Washington með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Þau ræddu meðal annars málefni Atlantshafsbandalagsins. Trump fór um það hörðum orðum í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar síðastliðið haust. Hann virðist hafa breytt um stefnu síðan þá þar sem hann sagði í gær á fundi með fréttamönnum að Bandaríkin styddu samstarf Atlantshafsbandalagsríkjanna. Mörg ríki hefðu þó komið sér undan því að greiða til bandalagsins það sem þeim bæri.

 

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV