Segir þátttöku Finns engin áhrif hafa haft

17.05.2017 - 23:02
Ólafur Ólafsson fjárfestir segir S-hópinn ekki hafa notið þess að hafa Finn Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknarflokksins, innan sinna raða þegar hópurinn keypti tæplega helmingshlut í Búnaðarbankanum 2003.

Ólafur segir mikinn mun á því hvort þátttaka erlends banka í kaupum í Búnaðarbankanum hafi verið skilyrði af hálfu einkavæðingarnefndar eða aðeins talin styrkja kaupendahópinn. Stjórnvöld hafi ekki sett neitt slíkt skilyrði.

Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV