Seðlabanka hugnast ekki 95% húsnæðislán

08.02.2017 - 15:03
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hækkandi húsnæðisverð og hækkun á gengi krónunnar heftur haft mest áhrif á verðlag undanfarið að því fram kemur í Peningamálum Seðlabankans. Ákvörðun um óbreytta vexti hans var kynnt í morgun. Í vikunni var fjallað um byggingarfélag, sem býður íbúðarkaupendum allt að 95% prósenta fjármögnun. Má Guðmundssyni seðlabankastjóra líst illa á slík lán, reynslan sýni að fasteignaverð hér sveiflist mikið og fólk verði að geta staðið af sér slíkar sveiflur.

 

Mikil hækkun á húsnæðisverði undanfarið skýrist af mikilli hækkun tekna,  betri fjárhagsstöðu heimila og vexti í ferðaþjónustunni, það er undirliggjandi þáttum segir Már. Bólumyndun sé enn ekki skýr en gæti verið að byrja og ef svo væri þá séu það ekki rök fyrir því að lækka vexti. 

En okkur líst náttúrulega ekki vel á hugmyndir um 95% lán. Reynslan hefur auðvitað sýnt það að það eru miklar sveiflur í húsnæðisverði hér á landi og fólk þarf að geta staðið þær af sér.

Hann bendir á að nefnd lán yrðu líka með töluvert hærri vöxtum en fáist með lægri veðsetningu.