Sala á helmingshlut í Arion að klárast

22.02.2017 - 07:15
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhanns Jónsson  -  RUV.is
Kaupþing hyggst selja 40 til 50 prósent í Arion banka til bandarískra fjárfestingasjóða og hóps íslenskra lífeyrissjóða. Fréttablaðið greinir frá og segir að kaupsamningur við fjárfestingasjóðina séu langt komnir. Sumir þeirra séu jafnframt kröfuhafar bankans.

 

Söluandvirðið gæti verið allt að níutíu milljörðum króna og fari nánast allt til íslenska ríkisins. Fréttablaðið kveðst hafa heimillidr fyrir því að viðskiptin verði kláruð á allra næstu vikum. 

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV í liðinni viku að hann vildi ekki tímasetja sölu á helmingshlut ríkisins í íslensku bönkunum. Hún gæti byrjað fljótlega eftir að þrotabú Kaupþings hæfi sölu sína á Arion banka og að hún stæði væntanlega lengur en svo að hún kláraðist á þessu kjörtímabili. Hann legði áherslu á að salan réðist af aðstæðum á markaði og yrði að vera í góðri sátt.