Sagan sem landið segir

08.04.2017 - 09:55
Árni Daniel Júlíusson sagnfræðingur sendi á síðasta ári frá sér bókina Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals. Í bókinni eru dregnar saman í læsilegan texta sú saga sem allar helstu heimildir sögur, máldagar og kirkjubækur sem og þær heimildir sem landið sjálft geymir um fólk og samfélag í Svarfaðardal. Hér er rætt við Árna Daníel um rannsóknaraðferðirna sem hann byggir á og niðurstöður sem hann dregur af þeim og varpa um margt nýju ljósi á landnám Íslands og lífið í landinu á miðöldum.
Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi