Sæhestur skapar rými fyrir nýjan skáldskap

11.03.2017 - 09:55
Ungskáldin Atli Antonsson og Vilborg Bjarkadóttir gerðu sér lítið fyrir og stofnuðu eigin bókaforlag, Sæhest, til þess að geta komið verkum sínum út hratt og örugglega og líka til að þau gætu ráðið sjálf gerð og útliti bóka sinna. Bækur þeirra komu út nú fyrir jólin Nýbyggingar eftir Atla og Líkhamur eftir Vilborgu. Rætt er við þau Atla og Vilborgu í þætti dagsins.

Stöðug endurnýjun á sér stað í bókmenntunum, nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið og það er ekki allta auðvelt að koma sér og verkum sínum á framfæri en það eru vissulega samt leiðir.

Atli Antonsson er með meistrapróf í bókmenntafræði. Smásagnasafn hans Nýbyggingar varð til þegar hann að loknu námi var atvinnulaus um tíma einmitt þegar uppsveiflan var sem mest undir lok síðasta áratugar og byggingarframkvæmdir víðs vegar um Reykjavík ... og öll þessi hálfbyggðu hús og hallir urðu innblástur að sögunum í Nýbyggingum.

Vilborg Bjarkadóttir hefur lokið myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands og stundar nú nám í Þjóðfræði. Árið 2015 sendi hún frá sér ljóðabókina Með brjóstin úti og nú fyrir jólin kom út prósaljóðasafni Líkhamur hjá Sæhesti.
 

 

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi