Ruddust inn í ráðhús vegna Grenfell-brunans

16.06.2017 - 17:03
epa06031837 Protestors invade Kensington Town Hall in Kensington, south west London, Britain, 16 June 2017 following the fire at Grenfell Tower, a 24-storey apartment block in North Kensington, on 14 June 2017. London Fire Brigade (LFB), said it took 40
 Mynd: EPA
Á sjötta tug manna ruddist inn í ráðhús Kensington og Chelsea í dag. Nokkuð fjölmenn mótmæli hófust seinni part dags þar sem viðbrögðum stjórnvalda við eldsvoðanum í Grenfell turninum í Lundúnum á miðvikudag var mótmælt. Eru stjórnvöld meðal annars sökuð um seinagang og loðin svör til þeirra sem eru heimilislausir vegna eldsvoðans.

Fréttastofa BBC hefur eftir Mustafa Al Mansur, einum skipuleggjenda mótmælanna, að fólk sé ekki á eitt sátt við svör yfirvalda. Mótmælin hafi hafist með friðsælum hætti en til átaka kom þegar lögregla mætti á svæðið.

„Enginn veit hvað er að gerast. Fólk er svo reitt. Þetta fólk ætti ekki að sofa á götunni,“ segir hann. Fulltrúar borgarstjórnar hafi ekki komið til fundar við mótmælendur. Í yfirlýsingu segir að þau muni veita eins mörgum og þau geta þak yfir höfuðið og fjárhagslegan stuðning.

Tæplega 80 er enn saknað eftir brunann í Grenfell turninum í Lundúnum á miðvikudag. Breska lögreglan segir ekkert benda til þess að bruninn hafi verið kveiktur af ásettu ráði.