Róm dregur Ólympíuleika umsókn til baka

11.10.2016 - 11:24
epa05507832 The Olympic Rings are reflected in the pool at the Olympic Aquatics Stadium  ahead of competition at the 2016 Paralympic Games to be held 07-18 September, in the Olympic Park in Barra da Tijuca, Rio de Janeiro, Brazil, 23 August 2016. The
 Mynd: EPA
Róm, höfuðborg Ítalíu, hefur dregið umsókn sína til að fá að halda sumar Ólympíuleikana árið 2024 opinberlega til baka.

Nýkjörin borgarstjóri Rómar, Virginia Raggi, sagði í síðasta mánuði að hennar flokkur myndi ekki sýna umsókninni stuðning.  Alþjóða Ólympíunefndin segir að þrátt fyrir þetta ætli þeir að halda dyrunum opnum fyrir Róm ef ske kynni að borgarstjórnin myndi láta af völdum skyndilega.

Eftir í pottinum eru því Los Angeles(Bandaríkjunum), Budapest(Ungverjaland) og París(Frakklandi) og munu Ólympíuleikarnir árið 2024 verða haldnir í einhverjum af þessum löndum.

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður