Rokkriddari

18.03.2017 - 18:39
KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA
 Mynd: wikimedia Commons  -  wikimedia
Ray Davies, forsprakki hljómsveitarinnar Kinks, hefur verið aðlaður af bresku drottningunni. Hljómsveitin Kinks hélt rokktónleika hér á landi árið 1965, sem sumir kalla fyrstu rokktónleika Íslandssögunnar.

Kinks tróð átta sinnum upp í Austurbæjarbíói í september 1965, en áður höfðu íslensku sveitirnar Bravó og Tempó hitað upp. 

Kinks var stofnuð fyrir 53 árum, árið 1964, af bræðrunum Ray og Dave Davies. Hún var ein af stærstu hljómsveitum síns tíma og á meðal laga hljómsveitarinnar sem hafa orðið sígild má nefna Lola, Waterloo sunset og You really got me.

Það var Karl Bretaprins sem aðlaði Ray, sem er orðinn 72ja ára. Hann lýsti athöfninni sjálfur af mikilli hógværð:

„Þetta tók þrjár mínútur, gekk ljómandi vel, svo kvaddi ég og fór aftur heim.“

 

Mynd með færslu
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV