Rokkið er dautt? og aðeins meira Eistnaflug..

Arcade Fire
 · 
Churchouse Creepes
 · 
Eistnaflug
 · 
Hrefna Húgósdóttir
 · 
Jónas Sigurðsson
 · 
nýdönsk
 · 
Oasis
 · 
rokk
 · 
Seasons of Mist
 · 
Sólstafir
 · 
Tónlist
 · 
þungarokk
 · 
Menningarefni
 · 
Rokkland
Mynd með færslu
 Mynd: Birkir Þór Eyþórsson  -  Rás 2

Rokkið er dautt? og aðeins meira Eistnaflug..

Arcade Fire
 · 
Churchouse Creepes
 · 
Eistnaflug
 · 
Hrefna Húgósdóttir
 · 
Jónas Sigurðsson
 · 
nýdönsk
 · 
Oasis
 · 
rokk
 · 
Seasons of Mist
 · 
Sólstafir
 · 
Tónlist
 · 
þungarokk
 · 
Menningarefni
 · 
Rokkland
Mynd með færslu
16.07.2017 - 09:44.Ólafur Páll Gunnarsson.Rokkland
Síðasti þáttur var helgaður Eistnaflugi eingöngu og í þessum þætti heyrum við aðeins meira þaðan en líka fullt af nýrri múzík.

Við heyrum í Jónasi Sig sem þar var að spila ásamt Ritvélum framtíðarinnar, og við heyrum í Hrefnu Húgósdóttir hjúkrunar og fjölskyldufræðingi sem er líka eiginkona Stebba Eistnaflugsforingja. Hún og Jónas og Orri Smárason sálfræðingur voru með erindi á Eistnaflugi um geðheilsu ungra manna, sér í lagi ungra þungarokkara. Tilefnið var að Norðfirðingurinn Bjarni Jóhannes Ólafsson sem var söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Churchouse Creepers svipti sig lífi 19. apríl sl. Þessi hæfileikaríki ungi maður hafði átt við þunglyndi að stríða um langt skeið og það endaði á þennan hátt.

Við heyrum líka í hinum þýska Gunnari sem bæði skrifar fyrir Metal Hammer í þýskalandi og gefur út allskonar þungarokk og meðal annars íslenskt. Hann vinnur fyrir útgáfuna Seasons of Mist sem gefur út plötur íslensku sveitanna Auðn, Kontinuum og Sólstafa t.d.

Við heyrum tónleikaupptökur frá Eistnaflugi og svo allskonar nýja músík með Arcade Fire, Paul Weller, Steve Winwood, Charlatans, Liam Gallagher, St. Vincent, Elbow, 200.000 Naglbítum,  ofl. En stóra spuringin er þessi; Er rokkið dautt? Henni svara ýmsir í þættinum.

Freyr Eyjólfsson ætlar svo að sjá um tvo næstu þætti. Rokkland verður á Montreux Jazz Festival um næstu helgi og svo í Frakklandi þáttinn þar á eftir. Þetta er í fyrsta sinn síðan þátturinn hóf göngu sína árið 1995 sem einhver annar en ég (Óli P.)  er með Rokkland – og betri mann en Frey er ekki hægt að fá í málið.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
olipalli@ruv.is

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi af Rokkland podcastinu gegnum I-tunes.

Tengdar fréttir

Tónlist

Bannað að vera fáviti!

Tónlist

Record Records í 10 ár

Tónlist

Montreux - Clash - Engelbert Humperdinck

Tónlist

Sólskin, skúrir, popp-rokk+rapp í Laugardal