Ridley Scott vildi drepa Ripley

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: 20th Century Fox

Ridley Scott vildi drepa Ripley

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
04.04.2017 - 15:06.Davíð Kjartan Gestsson
Lokaatriði kvikmyndarinnar Alien, þar sem Sigourney Weaver í hlutverki Ellen Ripley sigrast á geimverunni, er eitthvert eftirminnilegasta atriði kvikmyndasögunnar. Ridley Scott, leikstjóri myndarinnar, sá upphaflega fyrir sér allt annan endi – og skelfilegri.

Kvikmyndin er fyrir löngu orðin sígild og Ellen Ripley af mörgum talin fyrsta kvenkyns hasarmyndahetjan.

Scott segir frá því hvernig kvikmyndin hafi upphaflega átt að enda í nýlegu viðtali við Entertainment Weekly. „Mér fannst að geimveran ætti að koma inn og Ripley skutli sér á hana án þess að það breyti nokkru, þannig að hún [geimveran] mölvar grímuna og rífur hausinn af henni,“ segir hann. 

Yfirmanni hjá Fox kvikmyndaverinu leist aftur á móti illa á þá hugmynd. Raunar svo illa að hann hótaði að reka Scott á staðnum ef hann léti verða af því að enda kvikmyndina með þessum hætti. Eins og flestir vita þá gaf Scott eftir og þrjár kvikmyndir um Ripley og átök hennar við geimverurnar voru gerðar til viðbótar. 

Alien: Covenant, sjötta kvikmyndin í röðinni, er væntanleg í sumar. Ridley Scott leikstýrir.