Reyndi að komast inn í flugstjórnarklefann

31.05.2017 - 15:53
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Farþegaþotu malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var snúið til Melbourne í Ástralíu í dag þegar farþegi reyndi að komast inn í flugstjórnarklefann. Þotan var á leið frá Melbourne til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu. Lendingin gekk að óskum, að því er segir í frétt frá flugfélaginu.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV