Reyna að ákveða hvenær aðalmeðferð fer fram

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vonast er til að hægt verði að ákveða í dag hvenær aðalmeðferð fer fram í máli héraðsssaksóknara gegn Thomasi Möller Olsen, sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur. Fyrirtaka verður í málinu í dag og segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari að þar verðu hugsanlegan dagsetningar til umræðu.

Verið er að þýða gögn í málinu fyrir þýskan réttarmeinarfræðing, Urs Oliver Wiesbrock, sem er dómkvaddur matsmaður í málinu. Hann hefur frest til 26. júní til að að svara fimm spurningum sem verjandi Olsen óskaði að leggja fyrir hann.

Þá hefur Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, frest til 16. júní til að skila áliti sínu, en verjandi Olsens hefur lagt tvær spurningar fyrir hann til að meta líkamlegt ástand Olsens.

Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok janúnar en ákæra á hendur honum var birt í marslok. Auk þess að vera ákærður fyrir morðið á Birnu er hann ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Endalegur fjöldi þeirra vitna sem kölluð verða fyrir dóminn liggur ekki fyrir en greint hefur verið frá því að í það minnsta tíu úr áhöfninni á Polar Nanoq, hvar Olsen var skipverji, hafi verið beðnir um bera vitni. EKki er hægt að skikka erlend vitni til að gefa skýrslu og því ekki ljóst hve margir verði við þeirri ósk saksóknara.

Allar fréttir af sakamálinu má finna á ruv.is/ibrennidepli/birna-brjansdottir