Reykur frá Indónesíu til Filippseyja

23.10.2015 - 08:08
epa04946615 Indonesian Officers on burned peat land during Indonesian President, Joko Widodo, inspects their work of emergency services putting out forest fires in the village of Sakakajang,Jabiren, Pulang Pisau, Central Borneo, Indonesia, 24 September
Eldur á eynni Borneó í Indónesíu.  Mynd: EPA
Reykur frá skógareldunum í Indónesíu hefur borist yfir sunnanverðar Filippseyjar, raskað þar flugi og er farinn að hafa áhrif á heilsufar fólks.

Flugmálayfirvöld á eynni Mindanao segja að þótt þangað séu 1.200 kílómetrar frá næstu skógareldum í Indónesíu hafi reykurinn þaðan verið vaxandi vandamál undanfarna viku. Aflýsa hafi orðið flugferðum og seinka vegna loftmengunarinnar. Flugmenn hafi æ oftar orðið að treysta á blindflugstæki.

Árlega eru kveiktir eldar í Indónesíu til að ryðja land til ræktunar. Reykurinn frá þeim er með mesta móti í ár og hefur haft víðtæk áhrif á heilsufar fólks og samgöngur í Indónesíu og grannríkjunum Malasíu, Singapúr, Taílandi og nú á Filippseyjum.