Renée Fleming syngur Björk

Á tónsviðinu
 · 
Klassísk tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd/cc

Renée Fleming syngur Björk

Á tónsviðinu
 · 
Klassísk tónlist
 · 
Menningarefni
17.05.2017 - 14:45.Una Margrét Jónsdóttir.Á tónsviðinu
Fyrir skömmu kom út hjá Decca-útgáfunni nýr hljómdiskur með einni þekktustu óperusöngkonu heims, Renée Fleming. Á þessari geislaplötu syngur hún meðal annars þrjú lög eftir Björk. Þegar Björk er annars vegar geta skilin milli dægurtónlistar og klassískrar tónlistar stundum verið óljós og nokkur dæmi um það fá að heyrast í þættinum "Á tónsviðinu", fim. 18. maí kl. 14.03.

Auk laganna þriggja sem Renée Fleming syngur verður í þættinum flutt tónverkið "Prayer of the heart" sem enska tónskáldið John Tavener samdi árið 1999 fyrir Björk og Brodsky-strengjakvartettinn. Einnig verður flutt brot úr viðtali þar sem Tavener talar um Björk og tónverkið. Þá syngur mezzósópransöngkonan Ásgerður Júníusdóttir nokkur lög eftir Björk sem Jónas Sen hefur útsett og eitt lag í útsetningu Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.