Rannsakar kosningarnar til stjórnlagaþings

03.08.2017 - 10:03
epa06118005 Venezuelans cast their vote in Caracas, Venezuela, 30 July 2017. The voting on a constituent assembly takes place under strict security measures and despite the rejection of local opposition and the international community. The new assembly
 Mynd: EPA  -  EFE
Embætti ríkislögmanns í Venesúela ætlar að rannsaka framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings á sunnudaginn var. Tölvufyrirtæki sem sá um búnað til atkvæðagreiðslunnar telur að kjörsókn hafi verið mun minni en stjórnvöld greindu frá. Yfirkjörstjórn í Venesúela segist ekki hafa staðið að svikum af neinu tagi. Hið sama segir Nicolas Maduro forseti, sem boðaði til kosninganna.

Stjórnarandstæðingar í Venesúela hvöttu stuðningsmenn sína til að sitja heima. Eigi að síður fullyrtu stjórnvöld að kjörsókn hafi verið fjörutíu prósent.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV