Raila Odinga hvetur til verkfalls í Kenía

13.08.2017 - 13:49
Erlent · Afríka · Kenía · Stjórnmál
Opposition leader Raila Odinga raises his arm as he addresses his supporters in the Nairobi's Kibera area, Sunday Aug. 13, 2017. Addressing the crowds, Odinga condemned police killings of rioters during protests after the country's disputed
 Mynd: AP
Supporters of opposition leader Raila Odinga cheer his arrival in the Nairobi's Kibera area, Sunday Aug. 13, 2017. Addressing the crowds, Odinga condemned police killings of rioters during protests after the country's disputed election and urged
 Mynd: AP
Raila Odinga, sem beið lægri hlut fyrir Uhuru Kenyatta í forsetakosningum í Kenía í síðustu viku, hvetur stuðningsmenn sína til að mæta ekki til vinnu á morgun.

Odinga ávarpaði í dag fjölda fólks sem kom saman í dag í Kibera hverfinu, stærsta fátækrahverfi höfuðborgarinnar Naíróbí. Hann sagðist hafa fyrir kosningarnar á þriðjudag spáð því að andstæðingar sínir myndu stela sigrinum og það hefðu þeir gert. Odinga sagðist ekki ætla að játa sig sigraðan. Hann hygðist greina frá næstu aðgerðum sínum og stuðningsmanna sinna á þriðjudaginn kemur.

Á þriðja tug manna hefur látið lífið í mótmælaaðgerðum og óeirðum frá því að tilkynnt var á föstudagskvöld að Uhuru Kenyatta hefði verið endurkjörinn forseti.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV