Rafn Kumar: „Kanntu ekki reglurnar eða?“

13.08.2017 - 17:40
Rafn Kumar Bonifacius vann Birki Gunnarsson 2-0 í úrslitum einliðaleiks karla í tennis en Rafn Kumar varð þar með Íslandsmeistari utanhúss í tennis þriðja árið í röð. Rafn Kumar lét þó nokkra dóma í dag fara einstaklega í taugarnar á sér.

Á einum tímapunkti í úrslitaleiknum í dag var Rafn Kumar einstaklega ósáttur með ákvörðun dómarans og ákvað hann því að rökræða aðeins við dómara leiksins.

Svo virðist sem dómarinn hafi mismælt sig og gefið þannig upp rangt stigaskor í leiknum. Rafn Kumar var ósáttur með það en það virtist hafa riðlað leik hans.

Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu en það hafði þó ekki áhrif á Rafn Kumar þar sem hann vann leikinn og varð þar með Íslandsmeistari.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður