Pressan eykst á Wenger - Tap gegn West Brom

18.03.2017 - 14:28
epa05835272 Arsenal manager Arsene Wenger during the UEFA Champions League Round of 16, second leg soccer match between Arsenal FC and Bayern Munich at Emirates stadium in London, Britain, 07 March 2017.  EPA/ANDY RAIN
 Mynd: EPA
West Bromwich Albion vann 3-1 sigur á heimavelli gegn Arsenal í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í West Brom náðu forystunni með skallamarki Craig Dawson á 12. mínútu en Alexis Sanchez jafnaði fyrir Arsenal skömmu síðar.

Hal Robson-Kanu og Dawson bættu við tveimur mörkum fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Lærisveinar Tony Pulis unnu því góðan sigur og eru nú með 43 stig í 8. sæti deildarinnar.

Ósigurinn eykur enn pressuna á Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal. Liðið hefur leikið illa að undanförnu og liðið er í 5. sæti deildarinnar með 50 stig. Liðið getur fallið niður í 6. sæti vinni Manchester United leik sinn gegn Middlesbrough á morgun.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður