Pólitísk ólga á Norður-Írlandi

12.01.2017 - 08:37
Stjórnvöld í Bretlandi og á Írlandi hafa vaxandi áhyggjur af pólitískri ólgu sem blossað hefur upp á Norður-Írlandi, þar sem brothættur friður hefur ríkt. Þar er nú skollin á stjórnarkreppa sem menn óttast að geti spillt mjög sambúð lýðveldissinna og sambandsinna. Samstjórn þeirra, sem verið hefur grundvöllur friðarferlisins á Norður-Írlandi, brast þegar Martin McGuinness, varaforsætisráðherra, sagði af sér fyrr í vikunni. Engin lausn virðist í sjónmáli.

Bogi Ágústsson ræddi þetta á Morgunvaktinni á Rás 1. En fleira bar á góma: undirbúningur valdaskiptanna í Washington, frönsk stjórnmál, uppgangur fótboltans í Kína og metnaðarfull áform Kínverja um að fá að halda HM í fótbolta, og útvarpsmál í Noregi, þar sem stafræn útsendingartækni leysir FM af hólmi. 

Mynd með færslu
Óðinn Jónsson
dagskrárgerðarmaður
Morgunvaktin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi