Pell neitar ásökunum um barnaníð

29.06.2017 - 10:49
epa06055201 (FILE) - Australian Cardinal George Pell appears at the Victorian Government inquiry into child abuse in Melbourne, Victoria, Australia, 27 May 2013 (reissued 29 June 2017). Cardinal Pell, 76, Australia's most senior Catholic, has been
 Mynd: EPA  -  AAP
Einn æðsti maður Páfagarðs, ástralski kardínálinn George Pell, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn börnum í heimalandi sínu fyrir fjórum áratugum neitar sök.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir honum að hann hafi þurft að þola stöðugar persónuárásir á meðan á tveggja ára rannsókn á ásökunum stóðu. Hann er ákærður fyrir að hafa níðst á börnum þegar hann var erkibiskup í Melbourne og Sidney. Pell segir að enginn fótur sé fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar. Hann  kardínáli segir að páfinn hafi veitt sér leyfi frá störfum ríkisféhirðis Vatikansins á meðan hann svarar til saka. Málið verður tekið fyrir dóm í Melbourne átjánda júlí. 

Málið þykir óþægilegt fyrir Frans páfa, sem nýkjörinn skipaði sendinefnd til að takast á við ásakanir á hendur prestum kaþólsku kirkjunnar fyrir barnaníð. Nú er einn af hans helstu samstarfsmönnum einn af þeim sem þurfa að svara til saka.