Mynd með færslu
08.01.2017 - 18:33.Heiða Eiríksdóttir.Langspil
Tvær nýjar plötur, með Helga og hljóðfæraleikurunum og Þóri Georg, og nokkur af bestu lögum síðasta árs.

Það er engan veginn hægt að gera árið 2016 upp á einum og hálfum tíma, svo mikið kom út af góðri tónlist, og því verður alls ekki gerð tilraun til þess í kvöld. Við heyrum heldur svolítið af góðum lögum sem eru eftirminnileg af nýliðnu ári, ásamt því að kíkja á tvær spriklandi nýjar plötur. Önnur er með hinni goðsagnakenndu hljómsveit Helgi og Hljóðfæraleikararnir, sem gaf út plötu í desember 2016, og hin er með Þóri Georg og kom út 1. janúar 2017. Afskaplega góðar plötur báðar tvær, önnur sem lýkur árinu og hin sem hefur það næsta.
Lagalisti Langspils 150:
1. Lýðræði – Helgi og hljóðfæraleikararnir
2. Dauði Guðrúnar – Helgi og hljóðfæraleikararnir
3. Núna – Helgi og hljóðfæraleikararnir
4. Þú sem klýfur atómið– Helgi og hljóðfæraleikararnir
5. Berdreymi – Asdfhg
6. Orange – Pascal Pinon
7. Mín - Arve Henriksen, Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson
8. Upphaf – Instrumental – Tómas Jónsson
9. Hvíl í ró – Fjallabræður og Lay Low
10. Endamörk – Andi
11. Fuckup – Alvia Islandia
12. George Orwell - Heimir Rappari  og Lady Babuska
13. Skartgripir fyrir karlmenn (djúpir dalir) - Kef Lavík
14. Förin á hjara veraldar - Sindri 7000
15. Drepa Drepa - Dauðyflin
16. Don’t be a man – Knife Fights
17. Meet me – Þórir Georg
18. Years and years and years – Þórir Georg
19. Fólki til varnar – Þórir Georg
20. Eltist – Þórir Georg

Hefurðu samið ótrúlega gott lag, sem þér finnst að eigi að spila í útvarpi? Sendu inn lag í þáttinn og hver veit...
Langspil er á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum frá 19.20-21.00.
Umsjón: Heiða Eiríks