Örvarpið 2016 – allar örmyndirnar

07.02.2017 - 15:58
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV  -  Örvarpið
Örvarpið er örmyndahátíð RÚV en hún verður hluti af kvikmyndahátíðinni Stockfish í ár sem er haldin dagana 23. febrúar - 5. mars. 

Hver sem er gat sent inn myndir í örvarpið, eina skilyrðið var að þær væru ekki lengri en fimm mínútur. Í haust var svo ein mynd valin úr innsendingum í hverri viku og sýnd á vef Rúv. Þær 12 myndir urðu fyrir valinu verða sýndar mánudaginn 27. febrúar kl. 18.00 á Stockfish hátíðinni og hafa möguleika á að hljóta Örvarpann fyrir örmynd ársins, sem hlýtur Go Pro myndavél frá Reykjavík Foto og Spennandi heildverslun að launum. 

Val á örmynd ársins fer fram í gegnum áhorfendakosningu sem opnar í dag hér á vefnum, og stendur yfir í tvær vikur fram að sýningu sem verður þriðjudaginn 28. febrúar í Bíó Paradís. Verðlaunin verða svo afhent á verðlaunaafhendinu Stockfish 4. mars. 

Hér geturðu horft á allar örmyndirnar sem keppa til verðlauna.

Ég tala íslensku...með hreim. Leikstjórar: Jimmy Salinas og Juan Camilo.
The Endless Story. Elsa G. Björnsdóttir.
Morgunmatur. Hera Lind.
Hamur // Skin. Vala Ómarsdóttir.
Refugees Welcome. Magnea B. Valdimarsdóttir.
Fatamarkaður Jörmundar. Hulda Sól Magneudóttir.
Katrín Lilja. Lovísa Rut Lúðvíksdóttir.
Mamma martröð. Laufey Elíasdóttir.
Heimakær. Katrín Braga.
From This Angle. Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.
Reach For Me. Sara Gunnarsdóttir.
Mynd með færslu
Vefritstjórn
Örvarpið