Öruggt hjá Tottenham og Manchester United

13.08.2017 - 17:17
epa06142299 Manchester United's Romelu Lukaku celebrates scoring during the English Premier League soccer match between Manchester United and West Ham United at Old Trafford Stadium in Manchester, Britain, 13 August 2017.  EPA/Nigel Roddis EDITORIAL
 Mynd: EPA
Tottenham Hotspur og Manchester United unnu einstaklega sannfærandi sigra í ensku úrvalsdeildin en fyrsta umferð hennar var að klárast nú rétt í þessu.

Öruggur sigur Tottenham Hotspur

Tottenham heimsótti Newcastle United en heimamenn urðu fyrir því óláni að missa varnarmennina Paul Dummett og Florian Lejeune útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Inn á komu þeir Jamaal Lascelles og Chancel Mbemba.

Þrátt fyrir það tókst Tottenham ekki að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og staðan 0-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Jonjo Shelvey lét svo reka sig útaf í byrjun síðari hálfleiks en hann traðkaði þá Dele Alli beint fyrir framan nefið á Andre Marriner, dómara leiksins. Einstaklega heimskulegt hjá Shelvey og Newcastle því tíu það sem eftir lifði leiks.

Það var svo Dele Alli sem kom Tottenham yfir eftir rúmlega klukkutíma þegar hann skoraði eftir frábæran undirbúning hins danska Christian Eriksen. Það var svo vinstri bakvörðurinn Ben Davies sem tryggði sigurinn þegar hann kom Tottenham í 2-0 á 70. mínútu.

Það virðist sem sala Tottenham á Kyle Walker til Manchester City á dögunum hafi ekki haft mikil áhrif á liðið en nafni hans, Kyle Walker-Peters, kom inn í liðið og var valinn maður leiksins af Sky Sports.

epa06142100 Tottenham Hotspur's Dele Alli celebrates scoring the opening goal during the English Premier League soccer match between Newcastle United and Tottenham Hotspur held at St James Park, Newcastle, Britain, 13 August 2017.  EPA/PETER POWELL
 Mynd: EPA

Flugeldasýning á Old Trafford

Eftir að hafa séð West Ham United spila hér á landi gegn Manchester City á dögunum þá voru fáir sem reiknuðu með því að þeir myndu gera einhverjar rósir á Old Trafford í dag.

Á endanum unnu heimamenn einstaklega öruggan 4-0 sigur þar sem Belginn Romelu Lukaku skoraði tvö mörk í sínum fyrsta deildarleik fyrir félagið. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum kom Anthony Martial inn á fyrir Marcus Rashford en á þeim tíu mínútum tókst Martial að skora eitt og leggja upp annað fyrir Paul Pogba. 

Eina alvöru færi West Ham var skalli Marko Arnautovic í þverslána eftir rúmlega klukkutíma en hinum megin átti Rashford skot í innanverða stöngina ásamt því að Joe Hart, markvörður West Ham, varði oft á tíðum glæsilega.

epa06142434 Manchester United's Anthony Martial (L) shoots to score during the English Premier League soccer match between Manchester United and West Ham United at Old Trafford Stadium in Manchester, Britain, 13 August 2017.  EPA/Nigel Roddis
 Mynd: EPA
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður