Öllum lokunum aflétt í bili

11.05.2017 - 10:08
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Þorsteinsson  -  RÚV
Vegurinn milli Freysness og Jökulsárlóns var opnaður um klukkan tíu í morgun en þó er mjög varasamt fyrir húsbíla og önnur ökutæki sem taka á sig mikinn vind að fara um svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Höfn beið talsverður fjöldi eftir að vegurinn yrði opnaður.

Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður í morgun en þar er þó enn hvasst. Eins er búið að opna til vesturs frá Freysnesi. Um 50 manns skráðu sig inn í fjöldahjálparstöð Rauða Krossins í Vík í Mýrdal í gær. Fólkið komst hvergi vegna veðurs og lokana en hélt í morgun til baka í vesturátt. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Vík höfðu tæplega 170 bílar ekið um þjóðveginn milli víkur Hvolsvallar frá því að lokun þar var aflétt í morgun.

Svo gæti farið að vegum verði lokað aftur enda kann að bæta í vind samkvæmt veðurspá. 

 

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV