Öll einkenni nórósýkingar

11.08.2017 - 09:13
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir  -  RÚV
176 erlendir skátar voru fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Hveragerði eftir að á sjöunda tug þeirra veiktust hastarlega. Sumir skátanna eru börn, allt niður í 10 ára gömul. Ekki er fullljóst hvað olli en líkindi eru á því að þeir hafi veikst af nóróveiru.

Sýni greind í dag

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að einkenni sýkingarinnar á Úlfljótsvatni, kviðverkir, uppköst og niðurgangur, bendi til þess að skátarnir hafi fengið sýkingu af völdum nóruveiru, en of snemmt sé að fullyrða um slíkt. Heilbrigðisyfirvöld greina sýni í dag. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda, almannavarna og fleiri verður haldinn í Hveragerði á eftir og þá verður ástandið metið og næstu skref ákveðin.