Öldin hennar: Stúlka í sókn

12.06.2015 - 15:15
Eftir kreppuna miklu árið 1929 rýrnuðu kjör verkafólks í landinu. Meðalvinnuvika verkakvenna var 72 til 84 klukkustundir á viku og laun höfðu lækkað. Sex ungar verkakonur ákváðu að taka málin í sínar hendur og stofna sitt eigið stéttafélag.

Starfstúlknafélagið Sókn var þá stofnað og var formaður þeirra Aðalheiður Hólm aðeins 18 ára gömul.

Öldin hennar eru 52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum á RÚV um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi.

Öldin hennar