Öldin hennar: Hulda hagkerfið

12.06.2015 - 15:08
Í lok 19. aldar fluttist fólk í auknum mæli á mölina í leit að betri kjörum og nýrri atvinnu. Konur höfðu alla tíð unnið mikið og þrátt fyrir annan lífsstíl í bæjum varð á því lítil breyting.

Atvinnuþátttaka kvenna og möguleikar þeirra á launavinnu jókst þó í borginni með fjölbreyttum hætti og lögðu þær sitt af mörkum til hagkerfisins innan veggja heimilisins.

Öldin hennar eru 52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum á RÚV um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi.

Öldin hennar