Og er þá söngbjörninn unninn

Gagnrýni
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Rebekka Sif
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistargagnrýni
 · 
Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts
 · 
wondering
 · 
Menningarefni

Og er þá söngbjörninn unninn

Gagnrýni
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Rebekka Sif
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistargagnrýni
 · 
Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts
 · 
wondering
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
03.09.2017 - 10:39.Arnar Eggert Thoroddsen.Poppland
Wondering er fyrsta plata Rebekku Sifjar og tilkomumikið byrjendaverk þar sem sterk söngrödd Rebekku er í forgrunni.

Rebekka Sif er ung og efnileg söngkona og þessi frumburður hennar er fyrir margar sakir dálítið merkilegur. Óvenju faglega er staðið að hljóm, útfærslu og frágangi; líkt og langt sé komið inn í ferilinn en um leið leikur um hann ungæðislegur kraftur sem er smitandi.

 

Lærð

Rebekka er lærð söngkona, og það heyrist, og hefur hún þrátt fyrir ungan aldur verið að sýsla við tónlist alllengi. Söng meðal annars í íslensku Röddinni eða The Voice eins og enskir kalla það árið 2015. Það er farið nokkuð víða um völl á Wondering og er það hrósvert, þar sem Rebekka ræður giska vel við ólíka vinkla. „Turning Away“ er t.d. kraftrokkari, gruggkenndur og tíunda áratugslegur og framvindan kallar helst fram „Black Velvet“ með Alönnuh Myles. Já, smá Alanis jafnvel líka.

Mörg laganna búa þannig yfir kröftugum rafgítar og hann hentar röddinni, en Rebekka leyfir sér iðulega að gefa rækilega í. Og hún gerir það vel, svona oftast nær, á það reyndar til að fara í óþarfa fimleika á stöku stað, stundum er slaufunum aðeins ofaukið, en á heildina litið kemur það ekki að sök (og skrifast eingöngu á reynsluleysi). Lagasmíðar eru prýðilegar oftast hvar, ekkert stórkostlegar kannski, en aldrei leiðist manni þófið.

Hiti

Oftast nær Rebekka að ljá lögunum sannfærandi tilfinningahita og er þá söngbjörninn unninn. „Back on Track“ dýrkar upp kántrídrottningar samtímans (Kacey Musgraves, Miranda Lambert) og þó lagið sé tiltölulega rólegt er ókennileg spenna undir. Áferð laganna hér er mismunandi, en hvort sem Rebekka er að rokka eða róa sig, eins og hún gerir undir lok plötunnar, er söngurinn ávallt glæddur ungæðislegri óþreyju sem er punkturinn yfir i-ið hér. Tilkomumikill frumburður, það má Rebekka eiga skuldlaust. Það verður áhugavert að sjá hvað hún gerir í framhaldinu.

,

Arnar Eggert Thoroddsen rýndi í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.

Tengdar fréttir

Tónlist

Rokkað í baksýnisspeglinum

Menningarefni

Nýbylgjuskotið sumarpopp

Tónlist

Þegar hjartað springur af harmi

Tónlist

Dansvænt Skandi-popp