Ofurmennið gegn öfgaþjóðernissinnum

Erlent
 · 
Bókmenntir
 · 
ofurhetjur
 · 
Menningarefni
epa03856139 A superman balloon floats past the Belgian Parliament during the Balloon's Day Parade in Brussels, Belgium, 07 September 2013. The parade of giant helium balloons depicting cartoon characters is part of the third BrusselsComic Strips
 Mynd: EPA

Ofurmennið gegn öfgaþjóðernissinnum

Erlent
 · 
Bókmenntir
 · 
ofurhetjur
 · 
Menningarefni
14.09.2017 - 06:48.Róbert Jóhannsson
Ofurmennið ræðst sjaldnast á garðinn þar sem hann er lægstur. Í nýjasta hefti teiknimyndasöguhetjunnar berst hún við illmenni úr röðum hvítra öfgaþjóðernissinna sem hefur í hyggju að myrða innflytjendur.

Ofurmennið þarf að kljást við verkamann sem hefur misst vinnuna. Hann uppfyllir allar klisjur öfgaþjóðernissinnans, er í gallaskyrtu, með klút í fánalitum bandaríska fánans og yfirvaraskegg. Hann hefur í hótunum við innflytjendur, vopnaður byssu, og segir þá hafa stolið starfinu hans. Fyrir það verði þeir að borga. Þá grípur Ofurmennið inn í. 

Dýpra verður ekki farið í þráð sögunnar hér, en sögunni er gert að varpa ljósi á ofbeldi hvítra öfgamanna í Bandaríkjunum. Ung kona lést í síðasta mánuði þegar öfgaþjóðernissinni ók inn í hóp fólks sem mótmælti göngu nýnasista, fasista og Ku Klux Klan félaga í Charlottesville, og tvö ár eru síðan ungur hvítur maður skaut níu blökkumenn til bana í kirkju í borginni Charleston.

Ofurmennið sjálft má segja að sé innflytjandi í Bandaríkjunum. Þangað kemur hann frá plánetunni Krypton. Hann elst upp á sveitabæ í Kansas þar sem barnlaus hjón taka hann í fóstur.

Skaparar Ofurmennisins, þeir Jerry Siegel og Joe Shuster, voru báðir gyðingar af evrópskum ættum. Þeir vildu láta sögu Ofurmennisins endurspegla flótta Evrópubúa til Bandaríkjanna á fjórða áratugnum, þangað sem þeir leituðu friðar og öryggis frá Evrópu millistríðsáranna.