Nýr Kaldbakur kominn til Akureyrar

04.03.2017 - 14:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV  -  Ágúst Ólafsson
Kaldbakur EA 1, nýr ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar á Akureyri í morgun. Skipið kemur í stað togara með sama nafni sem þjónað hefur ÚA síðan 1974.

Nýi Kalbakur er smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Hann var sjósettur þar í sumar en lagði af stað til Íslands 17. febrúar. Skipið er 62 metra langt og 13,5 metra breitt. Áætlað er að það kosti um 2,4 milljarða króna tilbúið til veiða.

Nú tekur við áframhaldandi vinna við að gera skipið klárt til veiða. Meðal annars verður sett upp ný aðgerðar- og vinnslulína. Reiknað er með að nýr Kaldbakur haldi til veiða í byrjun júní.

 

Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV