Nýr Jón Kjartansson SU til Eskju

07.06.2017 - 10:14
Mynd með færslu
 Mynd: www.eskja.is
Eskja hf. á Eskifirði hefur gengið frá kaupum á nýju uppsjávarskipi frá Lerwick í Skotlandi. Skipið heitir Charisma og var byggt árið 2003. Það er tæplega 71 metra langt og 14,5 metra breitt og ber 2.200 tonn.

Charisma mun leysa Jón Kjartansson SU 111 af hólmi. Hann er kominn til ára sinna, var smíðaður 1978, og hefur þjónað félaginu vel í gegnu tíðina. Á vef Eskju kemur fram að fyrirtækið fái skipið afhent í byrjun júlí.

Nýr Jón Kjartansson mun afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús Eskju sem tekið var í notkun í nóvember á síðasta ári. Fyrirhugað er að skipið fari á makrílveiðar í byrjun ágúst.

 

Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV