Nýr dúkur lagður yfir þann hættulega hjá ÍBV

16.03.2017 - 11:30
Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski
Nýr dúkur hefur verið lagður yfir gólfið í nýrri salnum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í þeirri von að létta álag á leikmenn Olísdeildanna í handbolta sem þar leika. Gamli dúkurinn er kominn til ára sinna og hefur valdið álagsmeiðslum.

Nýji dúkurinn er í raun ekki alveg nýr heldur er hann í eigu HSÍ og hefur ekki verið notaður í talsverðan tíma. Dúkurinn kom til Vestmannaeyja í gær og var lagður á gólfið í gærkvöld eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan á Facebook síðu ÍBV.

ÍBV mætir Stjörnunni á „nýja“ dúknum í Olísdeild karla í handbolta í kvöld en þá lýkur 23. umferð með þremur leikjum.

18:30 ÍBV - Stjarnan
19:00 Akureyri - Selfoss
19:30 Afturelding - Grótta

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður